Íslandsmót yngri flokka BLI vormót:

Digranesi Kópavogi 17-18 apríl 2004

(síðasti skráningardagur er föstudagurinn 2. april 2004)

 

Tilkynning til forráðamanna liða varðandi seinni hluta íslandsmóts yngriflokka í blaki.

Búið er að opna fyrir skráningu liða á mótið og skal skráningu lokið eigi síðar en föstudaginn 2.apríl. Skráning fer fram með sama  hætti og á haustmótið á Akureyri hvað varðar 4. og 5. flokk en þar er um að ræða óskastig sem þjálfarar og forráðamenn geta valið.

 

5.flokkur getur valið um stig 1 eða 3

4.flokkur getur valið um stig 3 eða 4

 

Ath! Það fer eftir fjölda liða á hverju óskastigi hvort hægt verður að uppfylla óskirnar.

3.flokkur mun sem endranær spila venjulegt blak með 6 leikmönnum inná eftir leikreglum BLÍ.

 

Áætlað er að mótið hefjist laugardaginn 17.04. klukkan 10:00 árdegis. Sunnudaginn 18.04.04 byrjum við klukkan 08:00 árdegis og miðum við mótsslit 13.30. Athugið! Þessar tímaáætlanir eru settar hér inn með fyrirvara en kemst endanlega á hreint þegar skráningu er lokið.

Reynt verður að sameina leikmenn frá félögum sem fylla ekki upp í liðstöluna svo allir geti tekið þátt

 

Mótsgjald er kr: 3.500 fyrir 4 manna lið og kr 4.000 fyrir 6 manna lið. Leggist vel merkt viðk. félag/deild inn á reikning blakdeildar HK yngri flokkar: 0322-26-001566 kt. 630981-0269

Staðfesting greiðslu sendist á tölvupósti til vilbgu@landspitali.is

 

Ef einhverjar spurningar vakna á þessu stigi málsins er fólki bent á að senda tölvupóst á Brynjar J. Pétursson bjp@hi.is eða Vilborgu Guðmundsdóttur vilbgu@landspitali.is .

 

Kveðja HK blakdeild.

Nýjustu mótsfréttir