Blakdeild Aftureldingar vill bjóða ykkur á S-V-mót að Varmá sunnudaginn 22.október.
Við munum spila í 3.4.5. og 6. flokki og stig 1,3,4, og svo hefðbundið blak í 3. flokki.
Vinsamlegast sendið inn skráningar á gunnastina@internet.is og skilgreinið fjölda liða í hverjum flokki og hvað stig hvert lið spilar. Því mun síðan verða raðað upp hér á krakkablakssíðunni.
Mótsgjald er kr. 3.500.- á hvert lið í 4.- 6. flokki og kr. 4.000.- fyrir 2. og 3. flokk.
Allar upplýsingar um mótið koma síðar hér inn á síðuna.
Bestu blakkveðjur úr Mosfellsbænum