Nú er líklega komið að síðasta móti fyrir Íslandsmót.
Blakdeild Aftureldingar ætlar að halda æfingamót fyrir 4-6 flokk.
Mótið verður sunnudaginn 8.mars og hefst um hádegi og lýkur um kl 18:00
Mótsgjaldið er 3500 kr á lið og greiðist á reikning blakdeildar Aftureldingar sem er: 116-26-10005 og kennitalan er: 490401-3420
Sendið tölvupóst á melstadur@simnet.is og takið fram fyrir hvaða félag er greitt og það er mjög gott að vera búin að greiða fyrir föstudaginn 6.mars.
Lokaskráning á mótið er fimmtudagurinn 5.mars og það á að senda allar skráningar á mótsstjóra - en ekki skrá inn á krakkablak.is - þetta geri ég til að forðast misskilning svo endilega sendið mér tölvupóst með upptalningu á því hvaða lið spilar hvaða stig og í hvaða flokki þau eru og hvaða lið heitir hvað ef það eru fleiri en eitt lið frá sama félagi.
Sendið skráninguna á : gunnastina@gmail.com
Við munum reyna að spila samkvæmt því sem spilað verður á Akureyri í apríl.
5.flokkur spilar stig 5 á mótinu eins og á Íslandsmótinu
5.flokkur A og B liða spilar stig 5 á mótinu - eins og á Íslandsmótinu
5.flokkur C liða spilar stig 4 á mótinu - það eru þau sem spiluðu stig 3 á haustmótinu í Kópavogi.
6.flokkur A liða spilar stig 3 á mótinu
6.flokkur B liða spilar stig 1 á mótinu og spila á tíma.
Hlakka til að sjá ykkur að Varmá.
Bestu blakkveðjur úr Mosó.
Gunna Stína
Mótsstjóri